#officegoals

29 Aug 2016

Þessi skrifstofa er draumur einn. Mig allavega dreymir um að vinna í svipað fallegu umhverfi. Sem heldur manni á tánum og gefur manni góðan dagskammt af innblæstri og hugmyndum. Hvernig er annað hægt en að labba inn í svona rými og vera drullu peppuð og full tilhlökkunar til að takast á við vinnudaginn?! 

Ætli maður yrði ekki pínu kokhraustur og myndi mæta á svæðið og hugsa bara "its Britney Bitch". Ég er nokkuð viss um það að Anna Wintour, ritsjóri Vogue mæti alltaf til vinnu með þannig hugarfar. Enda kona með bein í nefinu, fýlaða. 

Ef skrifstofan mín væri svona upp á tíu, þá held ég að klæðnaður og annað myndi haldast í hendur við það umhverfi, eða allavega upp á átta. 


Einn daginn (vonandi) verður þessi draumur að veruleika, að vera sinn eigin herra og vinna í svona fallegu umhverfi. Þá yrðu allir dagar fabjúlus. 
 

________________________________________________________________________________

INNLITIÐ - FLOTTIR GALLERÝ VEGGIR &
SKREYTT ER MEÐ FALLEGUM BÓKATITLUM.

+ dass af glamúr

________________________________________________________________________________

 

 

S A R A  D Ö G G