Eldhús draumur - fyrir & eftir

02 Sep 2016

Svört eikar eldhúsinnrétting með engum höldum *fullt af on point emoji-um..

Það er óhætt að segja og fullyrða að þetta eldhús sé guðdómlega fallegt. Dökkar innréttingar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Næsta eldhúsið mitt verður aftur í dekkri kantinum. Svart matt er ofarlega á óskalistanum um þessar mundir. 

Svört háglans innrétting aftur á móti er algjört nono að mínu mati. Það sést allt á henni, öll fingraför og allt ryk leggst á hana. En jújú allt gott og blessað ef þú nennir að vera með tuskuna alltaf á lofti. 

En tölum aðeins um þetta eldhús - hversu fallegt? Ég er alveg að elska líka þessa lausn fyrir aftan vaskinn. Plata sem er síðan toppuð með hillu undir glös, skálar og annað. Mig langar að ræna þessari hugmynd. 

Smáatriðin, eins og gyllti kraninn, er punkturinn yfir i-ið. Mikið óskaplega er ég skotin í þessu öllu saman. 

 

Stunning!

 

Hér sjáiði hvernig eldhúsið var fyrir breytingar..

 

S A R A  D Ö G G