Kynning

04 Sep 2016

Nú er mál að kynna sig!

Ég heiti Steinunn Ósk og er einn af nýju meðlimum Femme.is. Mig langar til þess að segja ykkur í stuttu máli frá sjálfri mér.

Ég er 24 ára tvíburamamma búsett í Keflavík. Ég á tvo yndislega 4 ára stráka og frábæran kærasta. Ég hef brennandi áhuga á förðun, tísku og öllu sem tengist útliti.  Ég held úti förðunar snapchati ásamt því að vera búin að blogga í nokkur ár. Ég er svakalega ánægð með að vera komin í Femme hópinn og hlakka til að deila áhugamálum mínum með ykkur.

 

Við kynnumst svo betur á leiðinni kæru lesendur.