Smá um mig

04 Sep 2016

Hæ kæru lesendur Femme!

Móeiður heiti ég og er ný hérna á síðunni.

Til að segja ykkur aðeins betur frá mér..

Ég er 24 ára, fædd og uppalin á Akranesi 

Er ný flutt til Englands frá Ítaliu, ég bý hér með kærastanum mínum í Bristol.

 

Ég er alveg ný í bloggheiminum en er aftur á móti mjög spennt að byrja á því og ánægð að vera partur af Femme. Einnig finnst mér það kjörið tækifæri til að leyfa ykkur að fylgjast betur með mér meðan ég bý erlendis.

Í færslunum mínum mun ég skrifa um allt það sem  mér dettur í hug, frá daglegu lífi mínu og því sem ég hef áhuga á.

Ég hef mikinn áhuga á tísku og öllu því sem tengist henni.

Hreyfing er mér mjög mikilvæg og mæti ég reglulega í ræktina og finnst gaman að fara út að hlaupa en er að vísu enginn maraþon hlaupari.

Ég hef gaman af því að taka myndir af fallegum hlutum og hlakka ég til þess að deila þeim með ykkur hérna á síðunni.

Þangað til næst.

 

Móeiður