Bleikt hár

06 Sep 2016

Poppaðu upp á hárlitinn á einfaldan máta!

Færslan er unnin í samstarfi við Alena.is

 

Ég fór í byrjun sumars í heimsókn til Alena.is en hún Hera sem rekur verslunina var svo yndisleg að gefa mér nokkrar vörur í poka. Ein þeirra var bleik hárnæring. Hárnæringin er gerð til þess að viðhalda bleiku hári eða til þess að gefa ljósu hári bleikann tón. Ég hef alltaf verið smá skotin í pastel lituðu hári og hefur alltaf langað að prufa en aldrei þorað því. Ég heillaðist líka strax af þessari vöru vegna þess að þetta er ekki háralitur heldur eingöngu næring sem inniheldur einhverskonar litarefni sem getur tónað hárið líkt og fjólublátt sjampó. Þannig að þetta er lítil sem engin skuldbinding vegna þess að með nokkrum þvottum skolast liturinn úr. Ég er sjálf með aflitað hár og næringin er kjörin í slíkt hár en það tekur lang best við svona löguðu. 

Ég einfaldlega makaði næringunni í þurrt hárið mitt og lét hana bíða í því í rúmar 40 mínútur. Þegar ég svo skolaði hana úr mér þá var hárið orðið fallega bleikt. Flóknara var það víst ekki. Ég held ég hafi aldrei á ævinni fengið jafn mörg hrós fyrir hárið mitt en ég er sjálf rosalega sátt. Þrátt fyrir það er þetta alls ekki eitthvað sem ég gæti hugsað mér að vera með til frambúðar en það er ótrúlega gaman að breyta aðeins til!