My go to outfit

08 Sep 2016

Eins og fram kom í kynningarblogginu mínu þá hef ég mikinn áhuga á tísku og öllu sem henni tengist. Þar sem ég er ný hérna á síðunni þá fannst mér tilvalið að byrja á því að gera outfit post sem lýsir mér vel, svona á meðan þið eruð að kynnast mér og mínum stíl.

Ég kíkti í kaffi með nágranna mínum um daginn, þar sem hún er ljósmyndari ákvað ég að gabba hana í að taka af mér nokkrar outfit myndir, mér fannst þær koma ótrulega vel út og langði mig til að deila þeim með ykkur. Þetta er mitt klassíska hversdags outfit,  ég er oftar en ekki í plain skyrtu, svörtum gallabuxum og biker jakka og í þetta skipti poppaði ég það upp með nyjum skóm sem eru strax í miklu uppáhaldi hjá mér. 

 

 

Jakki - Zara
Skyrta- Mango 
Buxur- Zara 
Skór - Dr Martens 
Sólgleraugu - Saint Laurent

En jæja þá er ég farin að pakka niður í töskur þar sem ég er á leiðinni til Möltu með vinkonum mínum, mjög spennt að deila með ykkur myndum þaðan. Sjáum samt til hvað þær hafa mikla þolinmæði í myndatökur.. 

Þangað til næst