READY FOR FALL

10 Sep 2016

Ég var svo lánsöm að fá að velja mér þessa fallegu úlpu úr nýju vetrarlínunni frá ZO-ON.
Ég gæti ekki verið sáttari þar sem að mig er búið að vanta almennilega úlpu í dágóðan tíma. Ég fer í göngutúr á hverjum degi með Roskó svo það er nauðsynlegt að eiga góða yfirhöfn.
Sú sem ég valdi heitir Mjöll (hægt að sjá nánar hér). Það mætti segja að þetta sé heilsárs flík þar sem hægt er að taka fóðrið og loðið af úlpunni. 
Ég var þó með mikinn valkvíða því ég var einnig mjög skotin í einum vaxjakka úr línunni (sjá hér).
Ég heillaðist strax af ólivugræna litnum þó ég neita því ekki að hafa hugsað út í það að taka svarta. Ég er nær alltaf í öllu svörtu svo úlpa í lit er ágætis tilbreyting.
Ég hef ekki farið úr henni síðan ég fékk hana. Vinur minn frá Ástralíu kom að heimsækja mig svo við höfum verið að ferðast um landið og úlpan kom sér einstaklega vel!

Færslan er unnin í samstarfi við ZO-ON


 

Stígvélin eru einnig ný en ég pantaði þau af Amazon.com. 
Þau munu nýtast mér vel á óútreiknanlega Íslandi. 

Húfan er einnig frá ZO-ON og er æðislega mjúk og þægileg. 

__________________________________________________

Ég held ég sé orðin nokkuð vel sett fyrir haustið.

Takk fyrir mig ZO-ON!


-KAV