Næringaríkur kaffidrykkur

11 Sep 2016

Uppskrift frá því að ég var með femmeisland snapchattið. 

 

Ég var beðin um að deila þessari uppskrift hér. Ég ætlaði að vera löngu búin að setja hana hingað inn en einhvernveginn datt það upp fyrir en loksins er ég að setjast niður!

Þessi kaffi drykkur er náttúrlega stútfullur af góðu hráefni & vítamínum svo er hann ekki síðri þegar það kemur af orkunni sem að hann inniheldur. Það sem ég finn með þennan drykk er að mér finnst orkan duga lengur heldur en þegar ég fæ mér venjulegt kaffi. 

 

 

Uppskrift: 

Hita rúmlega 250 ml af vatni

Svo set ég sveppakaffið sem að fæst í GLÓ. En í þessu kaffi er chaga sveppurinn sem að þið hafið heyrt mig dásama mikið & oft. En hann er einnig talin eitt hollasta hráefni sem að völ er á. Það er einnig RHODIOLA sem að gefur okkur svo mikla orku. 

Ég setti tvo poka af þessu te-i í heita vatnið & leyfði því að liggja í blandaranum í smá stund á meðan ég náði í allt hitt sem að mig langaði að setja með þessu. 

1 dl - möndlumjólk 

 

 

Ég notaði orgain möndlumjólkina sem að fæst í GLÓ.  En hún er án viðbætt sykurs & inniheldur smá prótein. 

Kakó smjör 

Ég setti sirka 3 mola af kakósmjöri uppá góða fitu & til að gefa þessu smá creamy áferð. 

Kakónibbur - 4 msk 

Lucumaduft - 3 msk 

Lucuma er mjög steinefnaríkt & er sætt á bragðið

Stevia - 3- 4 dropar

Svo blanda ég þessu öllu. En ég setti líka möndlumjólk í flóara könnuna mína til að gera þetta eins & latte. Mér finnst það alltaf betra en það er alls ekki nauðsynlegt! 

Þegar ég var búin að öllu setti ég olíuna frá Bulletproof. En hún gefur líkamanum fljóta orku frá hollri fitu. Það sem að þetta gerir er að hjálpa líkamanum með fitubrennslu en hún hjálpar líka heilanum með betri fókus. En þessi vara er kölluð heilanæring. Hefur mikil áhrif á frammistöðuna okkar yfir daginn.

 

Ég setti eina tsk af þessu en það er gott að byrja lítið & bæta síðan í þegar líður á tímann. 


Ég keypti allar vörurnar í Gló sem að er í miklu eftirlæti hjá mér. Ef það eru einhverjar spurningar þá megiði alltaf senda okkur þær í gegnum facebookið eða inná snapchat! 

Ég vona að ykkur hafi líkað vel & ef þið gerið þetta heima þá megiði endilega senda okkur myndir á snap mér finnst alltaf svo gaman að fylgjast með! 

#sveppakaffi #næring #bulletproof #fredrikbagger