Bella Posh Organizer

13 Sep 2016

Ég rakst á þessar skemmtilegu makeup hirslur í lok síðasta árs á instagram frá Bella posh organizers. Uppsetningin fannst mér mjög skemmtileg fyrir varaliti, gloss, blýanta og fleira þar sem turninn er með snúningshjóli undir sem ég hef ekki séð áður á svona hirslum. Ég keypti hana í glæru plexigleri því ég vil geta séð allt auðveldlega en þær var einnig hægt að fá í hvítu, svörtu og bleiku. Spinning Tower kemur í nokkrum útfæslum sem sjá má á heimasíðu þeirra. Fyrir þær ykkar sem eru með makeupið í Alex skúffunum frá IKEA er einnig hægt að fá sérstakar hirslur sem passa ofaní þær skúffur, sjá nánar hér