Skókaup

13 Sep 2016

Mig langaði til að deila með ykkur gleði minni yfir þessu skópari sem kom með heim í poka um daginn. 

Þessi færlsa er ekki kostuð

Þeir sem hafa fylgst eitthvað með mér vita það að ég versla rosalega mikið í Galleri Keflavik. Rúna vinkona mömmu minnar á búðina en hún er mikil smekk manneskja og er alltaf með mikið úrval af fallegum flíkum í búðinni. Skórnir kosta 6990kr sem er hlægilegt verð fyrir skópar svo ég mátti til með að deila þessu með ykkur. Það er ekki netverslun í boði hjá Galleri en þá er bara ennþá betri ástæða til þess að bruna í Keflavíkina og kíkja.