The orkuskot

14 Sep 2016

Engifer skotið tekið á nýjar hæðir

Það eru nokkrir sem að eiga það til að taka engiferskot á morgnana eða hvenær sem er yfir daginn. En ég var búin að lesa einróma umsagnir um Vitamineral Green á netinu hvað það sé frábært! Þannig ég ákvað að prófa & varð ekki fyrir vonbrigðum! 

 

 

Þessi framúrskarandi blanda af grænu inniheldur eitthvað af grænu frá landi, hafinu, þörungum & probiotics. En framleiðslan á þessari vöru fer síðan undir strangari ferli af lífrænni vöru sem að er alls ekki verra. Fólk er að upplifa meira þol, orku, betrumbætta húð, meltingin, hraðari hárvöxt & naglavöxt, svo hefur fólk talað um að verði betra í skapi eftir að hafa notað þessa vöru. Ég er tiltölulega ný byrjuð að nota þetta en mér finnst ég orkumeiri. 

Það er einnig lifandi ensím í blöndunni sem að gerir þetta svo gott fyrir meltinguna okkar. Þetta er líka frábær lausn til að alkalizera líkamann okkar & koma á hann jafnvægi. 

Fólki finnst mjög gott að setja þetta útí hristinga á morgnana en mér finnst bragðið af þessu sterkt þannig ég ákvað að setja þetta útí engifer sítrónu skotið & finn því ekkert bragð af því. 

 

 

Ég geri engifer sítrónuskot í einhverju magni & hef tilbúið inní ísskáp & helli svo í lítinn bolla. Ég hef síðan sett 1 tsk af vörunni útí. En fyrstu vikuna er gott að nota bara 1 tsk svo ferðu að bæta í skammtinn þegar það líður á. 

 

 

Ég get allavega heilsugar mælt með þessari vöru finnst hún alveg æðisleg. Þið getið nálgast hana í verslun Gló.