NEW NUDE NAILS & GJAFALEIKUR

16 Sep 2016

Ég fór í neglur í fyrsta skipti á ævinni núna í vikunni og er svo yfir mig ánægð að ég verð að fá að deila þeim með ykkur.
Eftir að ég byrjaði að fljúga og byrjaði að lakka á mér neglurnar nær daglega eru þær orðnar mjög lúnar og farnar að brotna af.
Ég setti inn mynd af nöglunum mínum á snapchat og spurði hvert best væri að fara í neglur.
Viðbrögðin leyndu sér ekki og fékk ég ótal ábendingar og boð um að koma í neglur.
Mér leist svo hrikalega vel á eina sem sendi mér skilaboð að ég fór strax til hennar daginn eftir.
Ég er mjög picky þegar kemur að því að láta aðra manneskju gera eitthvað við andlitið, hárið eða neglurnar á mér.
Ég fer til dæmis ekki í plokkun og litun heldur teikna ég brúnirnar á mig daglega. Já ég veit ég er pínu klikkuð og smámunasöm. 
EN aftur að nöglunum. Ég skoðaði ég facebooksíðuna hennar vel og vandlega og sá að þetta var eitthvað fyrir smámunarsömu mig. Snyrtilegar neglur og flottar myndir. 
Ég ákvað á að fá mér mjög náttúrlegar möndulaga neglur í nude lit. Ég gæti vel hugsað mér að fá mér trylltar glimmerneglur en læt það bíða fram að jólum.

 
Ég er svo ánægð með útkomuna og þvílíkur léttir að þurfa ekki að hugsa um að lakka þær fyrir hvert einasta flug. 

Sú sem gerði þær heitir Mílena og þið getið skoðað facebook síðuna hennar hér ásamt því að panta tíma. 
Hún er með mjög flotta aðstöðu heima hjá sér og tekur 6000 kr. fyrir en ætlar að hafa þær á tilboði fyrir ykkur lesendur FEMME á 5000 kr. út september.  

_____________________________________________________________

Búið er að draga úr leiknum.

Við ætlum síðan að gefa einum heppnum lesenda fría ásetningu á nöglum svo það er um að gera að taka þátt. 

Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna er einungis tvennt!

Finna mig á instagram hér (kolavig) smella á follow og commenta þinn uppáhalds emoji undir nýjustu myndina hér

Skella like á facebook síðuna hennar Mílenu hér

 

Ég dreg úr leiknum mánudaginn 19. sept

​_____________________________________________________________