NEW IN / SELECTED

18 Sep 2016

Ég kíkti við í Selected í síðustu viku og skoðaði nýju fallegu haustvörurnar þeirra. 
Ég er mjög veik fyrir yfirhöfnum eins og þið hafið kannski tekið eftir og enduðu tvær með mér heim í poka. 

Færslan er unnin í samstarfi við Selected

Fyrri flíkin er svart vesti sem ég hef verið að leita mér af í þónokkurn tíma. Ég kalla það yfirhöfn því ég sé fram á að geta notað það yfir þunna jakka og peysur. 
Ég hef mátað ótal mörg vesti í þessum dúr en ekkert hefur heillað mig nægilega mikið. Það sem ég fíla við þetta tiltekna vesti er efnið og sniðið. Það er nokkuð þykkt og vandað líkt og kápa og sniðið mjög beint og klassískt. 


Vesti: Selected // Bolur: Lindex // Buxur: h&m // Skór: Bianco // Derhúfa: Calvin Klein

_______________________________________________________


Seinni flíkin er þessi fallega rauðbrúna merinoullar-peysukápa. Já ég ætla að kalla þetta peysukápu því mér finnst þetta mitt á milli þess að vera peysa og kápa. 
Ég hef notað hana eina og sér og einnig undir leðurjakka.
Liturinn finnst mér æðislegur og er kominn til að vera í haust. Hlýr og kósý sem passar við flest allt. 

_______________________________________________________

Ég mæli með því að kíkja á fallegu haustvörurnar í Selected. Það er svo mikið af fallegum flíkum að ég gat varla hamið mig!