Klemmdu myndirnar upp

20 Sep 2016

Vinkona min hjá Stylizimo var með innlit af þessari íbúð þar sem ég sá þessa sniðugu lausn í að hengja upp myndir. Mjög sniðugt fyrir þá sem breyta mikið, leigjendur sem ekki vilja negla mikið í veggina og þá sem búa á stúdentagörðunum sem dæmi. En fyrst og fremst mjög töff lausn.


Ég sá svona gylltar klemmur í Söstrene Grene um daginn og var stykkið á klink eins og vera ber, verðlagið mjög gott þar. Ég geri mér grein fyrir að bandið þarf að hengja upp með nagla eða öðru sem fer inní vegginn en það eru þá bara tveir naglar í staðinn fyrir alla þá hrúgu sem fylgir myndaveggjum.