Nude Magique CC Cream frá Loreal

20 Sep 2016

Mig langar svo að deila með ykkur hrifningu minni á þessari snilldar vöru frá Loreal

Vörurnar fékk greinarhöfundur að gjöf


Fyrir ykkur sem sáuð umfjöllun mína um vöruna á Snapchat þá tók ég það fram að ég er alls engin BB/CC krem týpa. Ég hef aldrei fundið mér slíka vöru sem mér líkar almennilega við. Þessvegna kom þessi vara frá Loreal mér svo skemmtilega á óvart. Ég læt myndirnar tala sínu máli en eins og sést þá er húðliturinn minn mikið jafnari og fallegri eftir að ég setti vöruna á mig jafnvel þó að hún þekji ekki mikið og sé nánast litlaus. En eins og varan segir til um á umbúðunum þá á varan að leiðrétta misliti húðarinnar sem hún gerir svo sannarlega. Ég nota kremið í fjólubláu túpunni en á því stendur Anti-Dullness. Það græna er gert fyrir þær sem eru með roða í húðinni. Það sem mér finnst líka frábært er að varan er alls ekki of feit en það er það sem ég hef svo oft lent í með svipuð krem, mér finnst þau ekki þekja, verða flekkótt og alltof feit fyrir minn smekk. Þetta er stór plús að mínu mati. Ég nota vöruna einnig sem grunn fyrir farða og þá sérstaklega ef mér finnst húðin mín vera mislit.