ASIAN BBQ

21 Sep 2016

Við grilluðum saman stórfjölskyldan og þá meina ég að fjölskyldan mín og vinafólk mömmu og pabba sem borða saman að meðaltali 2 í viku.
Þau eru vinafólk sem gerir svo margt saman og tek ég þau til fyrirmyndar í góðum vinskap og hjálpsemi.
En ég tók bara svo skemmtilegar myndir af matnum þetta skipti og ákvað að sýna ykkur og deila þá smá auðveldum uppskriftum.
Keyptum kjúkling og mareneruðum hann í Red curry paste, kókosmjólk og sítrónu.
Settum síðan Satay sósu yfir.Svo voru lambakjöt og við mareneruðum það í Teriyaki.
Svo voru BBQ rif með söxuðu chillipipar.Svo í meðlæti steiktar núðlur með sesamolíu, soyja sósu og sesamfræjum.og svo salat með ristuðum instant núðlum.