L'OREAL PURE CLAY MASK

22 Sep 2016

Okkur FEMME stúlkum var boðið á kynningu hjá L'oreal fyrr í vikunni. Verið var að fagna komu leirmaska tríói til landsins sem þið hafið eflaust heyrt talað um en þeir hafa farið sigurför víða um heim.
Ég sá uppáhalds snapchat vinkonu mína, Desi Perkins prufa maskana fyrir nokkru síðan og varð mjög spennt að prufa!

Kynningin var haldin í Lyf & Heilsu í kringlunni þar sem öllu var til tjaldað og fagmennskan í fyrirrúmi.
Þær sýndu okkur skemmtilegar leiðir til þess að nota maskana með svokallaðri multimasking aðferð. Þá er maður ekki einungis að nota einn maska yfir allt andlitið heldur setur maður þann maska á sem hentar hverju húðsvæði fyrir sig.
Eins og ég nefndi áðan þá eru þetta þrír maskar og ég ætla að útskýra hvað einkennir hvern og einn.


Sá græni sér um að djúphreinsa, matta og stinna húðina og dregur þar af leiðandi úr þrota og þreytu.
rauði er kornamaski sem nærir og jafnar áferð húðarinnar og dregur úr sýnileika húðholna. 
svarti kallast detox maski en hann hreinsar vel og gefur húðinni ljóma og frísklegt útlit. Hann inniheldur kol sem sjúga í sig óhreinindi húðarinnar.
 

Við fengum gefins tvo maska á kynningunni. Allar fengu svarta og svo máttum við velja á milli græna eða rauða.
Ég valdi rauða því að ég á engan í líkingu við hann. 

____________________________________________

Ég prufaði að multimaska í gærkvöldi og er mjög svo hrifin af þessari tækni. 
Hér er afraksturinn
 


Hvort sem þú vilt ferskara og frísklegra útlit eða hreinlega líta út eins og Mel Gibson í Braveheart þá er multimasking klárlega eitthvað sem þú þarft að prófa! 

Maskarnir fást t.d. í Hagkaup, Lyfju og Lyf & Heilsu.
____________________________________________

 

Takk fyrir mig Loreal

xx

Vill minna á snapchat aðganginn minn en hann er kolavig