Sól & Kokteilar..

22 Sep 2016

Ég sagði ykkur frá því í síðustu færslu að ég væri á leiðinni til Möltu með vinkonum mínum, nú er ég komin heim og má til með að segja ykkur svolítið frá ferðinni og deila með ykkur nokkrum myndum.

Við vorum 4 vinkonur sem ákváðum að skella okkur saman til Möltu í frí, ástæðan fyrir því að það land varð fyrir valinu er sú að tvær úr hópnum bjuggu þar í nokkra mánuði og líkaði vel. Það var ótrúlega gaman að fá að knúsa þær aftur eftr nokkra vikna fjarveru. 

Ferðin var æðisleg í alla staði eins og við mátti búast með þessum snillingum, og við náðum að gera heilmikið á þessum 10 dögum. En einnig gátum við slappað af á sundlaugarbakkanum með kokteil í annarri. Við fórum í siglingu á eyju sem heitir Comino, hún er þekkt fyrir Blue Lagoon og eins og nafnið gefur til kynna er sjórinn þar alveg blár og tær. Við vorum alls ekki fyrir vonbrigðum og svömluðum þarna um allan daginn.
Einnig skoðuðum við Saint Peters Pool sem er nátturusundlaug umkringd háum klettum sem hægt er að stökkva fram af út í sjóinn.
 

Við leigðum okkur hjólabát, ekki einu sinni heldur tvisvar, svo mikið var fjörið hjá okkur. Það var mjög gaman að geta farið sjálfar á litlum bát aðeins út fyrir og synt sjónum og skoðað allskyns fiska. En ég læt þetta gott heita og leyfi myndunum að tala .. 


 

Jahá þetta var ekki slæmt frí, en að öðru.. loksins er búslóðin okkar komin frá Ítalíu eftir langa bið og getum við farið að koma okkur betur fyrir í íbuðinni hér í Bristol. Aldrei að vita, ef vel gengur, að ég leyfi ykkur að fylgjast með því.

Þangað til næst