NÝR SKYRTUKJÓLL ÚR VILA

25 Sep 2016

Ég fór einn hring í Smáralind fyrr í vikunni og kolféll fyrir þessum fallega skyrtukjól úr Vila.
Hann er svolítið stelpulegur sem ég fíla í botn enda finnst mér mjög gaman að blanda saman mismunandi stílum. Ég ákvað að stæla hann við netasokkabuxur, grófa skó og leðurjakka en hlakka líka til að nota hann við aðeins meira hversdagslúkk - gallabuxur og boots.

Færslan er unnin í samstarfi við Bestseller

Kjóll: Vila
Skór: Vagabond (kaupfélagið)
Jakki: Vintage af kæró
Sokkabuxur: Oroblu

________________________________________

Ég vona að þið hafið átt ljúfa helgi.
Ég ætla að enda mína á einu sunnudags Alicante flugi!
 

xx