Nýtt hár - innblástur

26 Sep 2016

Ég ætla aðeins að stelast út úr innanhúsrammanum mínum og deila með ykkur hárpælingum.
Hvort þið fílið það eða ekki, veit ég ekki. 

Ég er með þennan típíska íslenska-rottubrúna-gangstétta-lit. Hann hefur sparað mér hellings pening þar sem tískan undanfarið hefur leift ljótum rótum að njóta sín. Ég hef komist upp með það að lita mig kannski 3x á ári, síðast í desember! Tíminn á litun er svo sannarlega kominn. Fyrst núna er ég alveg blanco hvernig ég á að lita mig. Ég er alltaf eins, en á móti er ég líka alltaf jafn ánægð með það. 

Ég er búin að vera skoða nýjasta æðið á Pinterest, sem kallast Balayage. Ætli ég endi ekki á þeirri aðferð. Spurningin er bara hvort ég vilji fara út í kalda eða hlýja liti?! ..firstworldproblem ég veit.

 

Gigi vinkona mín er líka alltaf með einstaklega fallegt hár

eins hún..

xx