Sóley Organics Gjafaleikur

26 Sep 2016

Húðumhirða er eflaust eitthvað sem er ofarlega í huga margra núna þegar kólnað hefur í veðri. Á þessum tíma árs á húðin það til að verða örlítið líflaus þar sem veturinn nálgast, tanið eftir sumarið skolast af og erfiðara er að halda henni ferskri. Fyrr á árinu fékk ég gjöf frá Sóley og langaði að tala um mínar uppáhaldsvörur frá þeim. Einnig ætla ég að gefa heppnum lesanda Femme smá pakka (sjá neðst). 

-Færslan er kostuð af Sóley Organics-

 

 

Fyrst langar mig að nefna æðislegan skrúbb, GLÓey.  Þetta er mildur kornaskrúbbur sem fjarlægir dauðar húðfrúmur og stuðlar að endurnýjun húðarinnar, en það besta við hann er piparmintan sem hann inniheldur og gefur húðinni ótrúlega ferska tilfinningu. Alls ekki slæm hugmynd á köldum haustdögum sem þessum. Skrúbburinn ætti að henta öllum húðgerðum. 

Uppáhaldsvaran mín frá Sóley er Græðir, vara sem ég hef notað í mörg ár og finnst rosalega gott að eiga á veturna við varaþurrk. Varan er sögð virka vel á exem, sóríasis, þurrk í húð, brunasár og fl. En ég hef aðallega verið að nota kremið á varir með góðum árangri. Áferðin er létt og mjúk og því fullkomin á varirnar þó hún sé góð á aðra staði líka. 

 

 

           

Einnig hef ég verið hrifin af sáputvennunum frá þeim, bæði handsápunni og sturtusápunni & ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru lekker fyrir baðherbergið. 

 

 

Allar vörurnar frá Sóley eru búnar til á Íslandi með endurnýjanlegri orku og vatnið sem í þær er notað er hreint fjallavatn úr Kaldbak. Jurtirnar eru villtar og koma allar úr íslenskri náttúru. Vert er að taka fram að öll innihaldsefni eru náttúruleg og umhverfisvæn. 

Vörurnar eru lausar við tilbúin rotvarnar-, ilm- og litarefni, jarðolíur, parabenefni, paraffin, phthalates, propylene glycol, PABA, petrolatum, sem og önnur kemísk efni sem skaðað gætu manninn og náttúruna. 

Ég vil benda ykkur á heimasíðu þeirra ef þið viljið kynna ykkur vörurnar og lesa ykkur til um þær. 
Fyrir þær sem hafa áhuga á að vinna gjafapakka frá Sóley þarf einfaldlega að líka við færsluna og kvitta undir hana með nafni og emaili. 

 

 

xxx