Dásamlegur frískandi ilmur frá Guerlain

27 Sep 2016

Ef þú ert fyrir fersk ilmvötn þá get ég svo sannarlega mælt með Aqua Allegoria frá Geurlain! Ilmurinn er strax kominn í algjört uppáhald. 

Höfundur fékk vöruna senda að gjöf

Það getur verið flókið að finna sér ilmvatn sem hentar manni enda er úrvalið svo sannarlega til staðar. Ég fékk ilminn gefins og ég bjóst ekki endilega við að falla fyrir honum enda er ekki sjálfgefið að allar vörur henti manni. En þessi ilmur er eiginlega vandræðalega mikið ég. Í fyrsta lagi eru það umbúðirnar. Þær eru eins og sjá má á myndunum glært glas með gulllituðu skrauti og loki. Ilmurinn sjálfur er bleikur sem gleður mig afar mikið af einhverri ástæðu. Svo er það ilmurinn sjálfur. Ég er mikið fyrir fersk ilmvötn og þessi bara hitti beint í mark. Ég mæli með því að þið rennið við í Hagkaup Holtagörðum og Lyf og heilsu Kringlunni og finnið af honum lyktina.