Þegar Svíþjóð og New York koma saman

27 Sep 2016

Sænsku hjónin Pia og Ulin leigðu húsið sitt í Svíþjóð og fluttu til New York eða réttara sagt Brooklyn. Það sem heillaði þau við íbúðina er náttúrlega birtan sem leikur um hana, en úr gluggunum þeirra sjá þau himininn, kirkju og Empire stade building. Pia er ljósmyndari og notast hún aðeins við náttúrulega birtu og var það því henni hjartan mál.

Efniviðurinn í þessi eldhúsi er að mínu skapi. Þarna eru fylgihlutir eldhússins silfraði, höldur, ofnin o.s.fv. en ljósin gyllt. Ég fór sömu leið í mínu eldhúsi, ég var smá smeik við það fyrst en það kemur mjög vel út.... að mínu mati. Marmari gerir svo allt betra og grái liturinn á innréttingunni er mjög fallegur.
Þarna eru þau búin að búa til miðju í íbúðina til að afmarka svæði. Legubekkurinn er innbyggður og kemur mjög vel út.

Skandinavíski stílinn kemur sterkur í gegn en stílinn er samt persónulegur og blanda þau mikið af gömlu og nýju.


MYNDIR: REMODELISTA

#INNLIT #SKANDINAVISKT #ELDHÚS