Handa Nóel

28 Sep 2016

Ég er búin að vera alveg blanco þegar kemur að hugmyndum að afmælisgjöfum handa Nóel, sem fagnar eins árs afmæli núna í byrjun október. 

Ég henti í smá hugmyndalista sem við foreldrarnir gætum gefið frumburðinum. Mest langar mig að gefa honum bílabraut sem við gætum pússlað saman á allskonar vegu. Ég hef einhvers staðar séð svoleiðis, en ég bara get ekki munað hvar! Kannski getið þið hjálpað mér?.. 
Mig minnir að hún sé úr ljósum viði og er einskonar kubba bílabraut sem hægt er að setja saman. Ég fann hana hvergi á vafri mínu, en ég fann aftur á móti þessa fallegu hluti...
 

Brúnn bakpoki, viðar stafakubbar og bílabraut úr PETIT

Dúnúlpa og flíspeysa úr 66°N

Panda sett frá IGLÓ&INDÍ

Prjónuð rúllukragapeysa frá YLUR

Sparkbíll frá IAMHAPPY 

_______