Haust outfit

01 Oct 2016

Nú er heldur farið að kólna hér í Bristol og kominn tími til að draga fram kápur og ullarpeysur og allt það sem fylgir vetrinum. Mér finnst ótrúlega gaman að klæða mig á haustin, svo margir möguleikar og fallegir litir.

Við Hörður ákváðum að kíkja aðeins út í hádegismat og taka smá pásu frá íbúðarstússi. Ég talaði um í síðustu færslu að við værum að koma okkur fyrir hér í Bristol og það gengur líka bara svona ágætlega, nema hvað að ég er komin með verki í hendurnar eftir að skrúfað saman kommóður og hillur, en þetta skilar sér á endanum.

Í þetta sinni varð mexikóskur staður fyrir valinu sem heitir Wahaca. Hann var afar góður og tók ég nokkrar myndir til þess að setja með. 

Ég klæddist nýrri kápu og það sem ég elska við hana er að hún er tvíhneppt. Tvíhnepptar kápur og jakkar eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér núna. 
Rúllukragapeysan er einnig ný en þykka stroffið á ermunum var það sem ég féll fyrir.

Færslan er ekki kostuð 

 

Kápa - Mango
Peysa - All Saints 
Buxur - Vila 
Skór - Zara 

 

 

Aldeilis girnilegt.. 

en næst á dagskrá er Íslandsför. Maður verður að sjá þessi norðurljós sem allir eru að tala um..  sem og hitta vini og fjölskyldu. 

þangað til næst