Nóel & Tiny Cottons

04 Oct 2016

Nóel fékk þessar fallegu vörur að gjöf frá Petit. Þær eru með eindæmum vandaðar og ó svo mjúkar. Vörurnar koma frá merkinu Tiny Cottons og eru skemmtilega öðruvísi, ótrúlega krúttlegar & töffaralegar á sama tíma. 

Færslan er unnin í samstarfi við Petit.

Eins og þið sjáið á myndunum þá er Nóel að krútta í sig í þessu outfiti. Hvað er krúttlegra en peyji með man bun og hringtrefil?! Ég bilast hvað hann er sætur.
Heilgallann tók ég í stærð 12-18 mánaða upp á lengra notagildi. Þið trúið því ekki hvað það er þægilegt að hafa barnið í svona heilgalla. Það auðveldar bleyjuskiptin til muna. Ég hef líka fulla trú á því að þeim þykir þetta þægilegra og frjálsara, ekkert sem strekkir að þeim. 

Núna er Nóel farin að standa upp við allt og labba meðfram öllu. Því koma þessir skór eins og himnasending. Hann á fyrstu skóna svokölluðu, sem hafa þvælst svolítið fyrir honum. Hann er ekki alveg búin að ná tökunum á því að vera í skóm. En svona mokkasíur eru mikið þægilegri fyrir svona kríli sem eru að reyna koma sér á stað. 

----> Petit & Tiny Cottons hér
 

Hvað er þetta sætt?!!

Þúsund þakkir fyrir okkur Petit xx