BLEIKUR OKTÓBER Í LINDEX

06 Oct 2016

Nú þegar októbermánuður er genginn í garð er bleiki liturinn í aðalhlutverki enda oft kallaður bleikur október.
Þetta er jafnframt mánuður bleiku slaufunnar. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

Lindex hóf sölu á bleikri línu í dag 6. október, ég lét mig ekki vanta og kíkti á úrvalið. 
10% af sölu línunnar rennur til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini.
Um er að ræða 19 mjúkar, prjónaðar og ofnar flíkur og fylgihluti í litapallettu haustsins, allt frá djúpum burgundy lit í fölbleikan.
Bleika armbandið er einnig hluti af línunni en allur ágóði af sölu þess rennur til styrktar rannsókna á brjóstakrabbameini.
Armbandið kostar litlar 1.915 kr. og er afar veglegt að mínu mati en það er úr leðri og málmi og framleitt í Svíþjóð með umhverfisvænum hætti.
Það kemur í þessari fallegu gjafaöskju eins og sést hér að ofan og er fullkomin tækifærisgjöf handa t.d. mömmu, ömmu, vinkonu eða dóttur.
 

Hér getið þið séð alla línuna.

___________________________________________________________

Ég tók nokkrar myndir í mátunarklefanum af mínum uppáhalds flíkum úr línunni og er yfir mig hrifin af þessu framtaki hjá Lindex.
 


 

Ég missti mig aðeins í myndagleðinni enda ekki annað hægt þegar maður mátar svona agalega fínt glimmerdress og sykurpúðakápu!

___________________________________


Til hamingju Lindex með flotta línu og framtak - YOU ROCK!


Fylgist með mér á instagram & snapchat : kolavig