FYRSTU SKÓRNIR - ECCO

09 Oct 2016

VIÐ ERUM AÐ STANDA OKKUR! 

 

Ég er búin að vera á leiðinni að kaupa fyrstu skóna á Sæmund í langan tíma en var síðan svo heppin að fá þetta skópar til að vekja athygli á því að mikil tollalækkun hefur orðið á vörum hjá Ecco, Kaupfélaginu, skór.is (netversluninni einnig) & Steinari Waage frá áramótum, en þessu var breytt um leið & tollagjöld voru felld niður af skóm & fatnaði utan Evrópu. Þetta átak heitir "við erum að standa okkur" til að vekja athygli á að þessar verslanir  hafa skilað allri sinni lækkun til neytenda frá áramótum.

 

 

Þegar ég hef verið að google-a & skoða umræður í mömmuhópnum mínum hefur það margsinnis komið upp hvaða skór þykja bestir. Það er einróma skoðanir að þessir skór séu þeir allra bestu. Þetta eru virkilega veglegir leður skór, botninn er góðu sem & góður stuðningur við ökklana sem að skiptir svo miklu máli. Það er mikilvægt að kaupa góða skó á litla fólkið okkar þar sem að beinin eru mjúk & mikill vöxtur á þessum árum.

 

 

Svo er ekkert verra hvað þessir skór eru fallegir, en þeir eru til í allskyns litum. Hægt er að finna skóna hér

Skórnir kosta 9.595 krónur en fyrir áramót voru þeir í kringum 12.000 krónurnar! 

 

 

Vörurnar sem að eru utan Evrópusvæðisins eru allar vel merktar ef verð hefur lækkað. Vörurnar hafa lækkað um allt að 20% sem að mér þykir mjög gott. Þess vegna tek ég þátt í því að bera góðu fréttirnar áleiðis, það virðist sem svo að allt það neikvæða rati í fréttir. En nú er íslensk verslun loksins að styrkjast & við förum bráðum að vera samkeppnishæf nágrannaþjóðum okkar.

Þið getið einnig skoðað skór.is instagramið undir nafninu skorisnetverslun.

 

#ecco #viðerumaðstandaokkur #barnaskór #fyrstuskórnir #tollalækkun