FÖSTUDAGSDRESS

11 Oct 2016

Síðasta föstudag fórum við nokkrar úr FEMME hópnum út að borða á Lobster and stuff þar sem við fengum æðislegan mat og góða þjónustu. 
Ferðinni var svo heitið í kokteila á Slippbarinn sem kunna svo sannarlega sitt fag í þeim efnum.
Æðislega skemmtilegt kvöld og gaman að hitta loksins Móeiði og Alexöndru sem voru á landinu. 

________________________________________________


Skórnir sem ég er í eru nýjir úr Bianco en ég varð að eignast þá eftir að hafa séð mynd af þeim.
Ég á enga í líkingu við þá og elska támjóa sniðið. 
 


 Ég fékk nokkrar spurningar varðandi förðunina en ég geri nánast alltaf það sama þegar ég fer út. Vanaföst? Já pínu.
Mér finnast hlýir litir fara mér best og nota nær oftast rauð- og kopartóna.
Ég nota nánast alltaf 35O pallettuna mína frá Morphe en hún er með mjög marga hlýja og fallega liti sem auðvelt er að vinna með. 
Mæli hiklaust með henni!

Ég er að reyna mana sjálfa mig að gera þetta look á snapchat en ég hef verið beðin um það nokkrum sinnum en virðist ekki alveg vera að þora því.
Bæði afþví að ég er ekki förðunarfræðingur og það er ákveðin kúnst að halda á símanum og mála sig á sama tíma sjáið til.
Ég hugsa að ég láti nú samt verða að því einn daginn en ef þið viljið fylgjast með vitleysunni í mér á snapchat þá er það kolavig.
 Jakki: Topshop
Buxur: Vero Moda
Skór: Bianco
Choker: Free People