Nýtt í förðunarsafnið

12 Oct 2016

Ég keypti mér nýja pallettu frá Morphe. Hún er fullkomin fyrir haustið og litirnir eru to die for. Það er líka svo tilvalið að dunda sér við að prufa nýjungar í þessari rigningu en ég var allavegana ekki fyrir vonbrygðum. 

Færslan er ekki kostuð.

Ég er ótrúlega ánægð með nýjustu kaup mín en ég pantaði mér smá góðgæti frá MorpheBrushes.com. Ég á eina Morphe pallettu fyrir en ég fann það strax að ég er rosalega ánægð með metallic litina í henni en sú palletta er 35o. Ég sá svo þessa sem ég nota í þessu lúkki en flestir litirnir í henni eru metallic og ég bara hreinlega stóðst ekki mátið og splæsti í eitt stykki. Pallettan er á góðu verði en ég mæli með því að skoða inni á síðunni sem ég setti link á. 


Hérna sjáið þið alla litina en þessir neðstu sjö eru allir mattir og ég er líka ánægð með þá því þeir eru fullkomnir í að búa til flotta skyggingu með þeim sem eru metallic. Pallettan er númer 35F. 

 

Aðrar vörur sem ég notaði:

Baby Skin primer frá Maybelline
S/B farði frá Temptu
Krem Contour palletta frá DeisyMakeup
Púður Contour palletta frá NYX
Honey Bronze Drops of Sun frá Bodyshop
Dipbrow frá Anastasia Beverly Hills
Gel Eyeliner nr.77 frá Inglot
Mink augnhár Athens frá TanjaYrCosmetics
Fix+ frá MAC
Stripdown varablýantur frá MAC
Nakin Liquid Lipstick frá Deisymakeup
Varasalvi frá EOS 


Ég er sýni reglulega farðanir á Snapchat en þið megið endilega bæta mér við sem vin ef þið hafið áhuga. Notendanafn mitt þar er steinunnoskblog