Sangria Lolea

17 Oct 2016

Sangría er einkennisdrykkur Spánar. Hvert sem þú ferð er boðið upp á Sangríu.
En þær getar verið jafn misjafnar og þær eru góðar.
Fersk Sangría er best, þar sem ávextirnir eru safaríkir og blandan góð. 

Þegar ég var í Barcelona fyrr á árinu rakst ég á þessa flösku út í búð og fannst hún ofboðslega falleg og líka svo sniðugt að þú getur áfram átt hana inn í ísskáp fyrir vatn eða notað hana sem borðskraut.Þetta er þá í raun eins og tilbúin Sangría.
Ég fletti upp þessu merki og fór svo og keypti mér.
Þetta er fullkomin blanda af Sangríu.
Alls ekki of sæt og mjög fersk.
Þetta er í raun blandan og svo velur þú þér þá ávexti sem þér finnst bestir til að setja í glasið ásamt klökum.

Þeir sem hafa lesið bloggið mitt í einhvern tíma vita að ég er ekki fyrir tilbúnar blöndur og tilbúna kokteila.
En ég játa að þetta er undantekning, þetta eru allt náttúruleg efni sem skipta mig miklu máli.
Þetta er fullkomin drykkur fyrir fordrykk og skemmtilegt matarboð.

Ég sagði vinkonu minni frá þessum drykk sem vinnur í þessum bransa og viti menn...
 drykkurinn er komin til Íslands!
Hún fékk sendar prufur til Íslands og við vinkonurnar fengum að smakka og völdum hvaða tvær væru bestar.

Þau ætla að byrja að taka inn rauðvíns og hvítvíns.
Nánari upplýsingar er að finna hér Ég birti svo uppskriftir hérna bráðlega af mismunandi blöndum af Sangríu Lolea.


Salut!