NEW IN

18 Oct 2016

Ég keypti mér þessa fallegu skó í Zöru fyrir helgi. 
Ég féll fyrir þeim strax og ég sá þá og var í rauninni alveg sama hvort þeir væru þægilegir eða ekki. 
Eftir nánari athugun eru þeir hinir þægilegustu þrátt fyrir hæðina og úr leðri sem mér finnst mjög mikill plús! 
Ég fór meira að segja í þeim út á föstudaginn en ég legg það ekki í vana minn að fara út á lífið í nýjum skóm enda ekki smart að vera haltrandi um með hælsæri. Ekkert slíkt eftir þetta kvöld enda er ég í skýjunum með þessi kaup. 

_______________________________________________

Færslan er ekki kostuð, höfundur keypti vöruna sjálf.
 

Það er einhver 70s fílingur í þessum enda fell ég fyrir öllu frá þeim tíma. 
Ég sé fram á að nota þá mikið, bæði hversdags og við fínni tilefni. Netasokkar við er sturlað combo en ég prufaði að rokka fíngerðar nude netasokkabuxur í fyrsta skipti og finnst það sjúklega flott!
Grófir svartir netasokkar eru efst á óskalistanum en ég held að þeir yrðu mjög töff við þessa flottu skó.