HAUST OUTFIT -- ZARA

19 Oct 2016

Hver ber ábyrgð á þessu veðri núna í fögru Reykjavík?! Oj barasta, leyfi ég mér að segja.
Já, við litla fjölskyldan erum mætt aftur í vesturbæinn eftir gott & langt sumar í Eyjum. Flutningar eru einmitt aðal ástæðan fyrir bloggleysi frá undirritaðari núna á síðustu dögum. Ég lýg því ekki þegar ég segi að ég er að opna tölvuna fyrst núna eftir marga marga daga hvíld, svo að þið afsakið þetta. Ég kem sterk inn núna, ég lofa!

Að pakka niður og pakka upp er með því leiðinlegra sem ég hef gert. Svo í stað þess að halda áfram að pakka upp og reyna að pússla öllu þessu dóti fyrir, þá ætla ég að blogga í staðinn heh. 

Hér að ofan færi ég ykkur hugmynd að þægilegum & töffaralegum haust klæðnaði. 

Þessi færsla er ekki kostuð

Síður leðurjakki

Prjónuð rúllukragapeysa

High waist buxur

Over the knee stígvél

Djúsí trefill

Fallegur hattur

Hliðarveski

..og BOOM þú ert tilbúin í haustið