Dr. Bronner's sápa - frábær í burstaþvott

20 Oct 2016

Ég kynntist þessari sápu um daginn þegar ég kíkti á markaðinn í Gló fákafeni og langaði að deila ánægju minni með ykkur. 

Greinarhöfundur fékk vöruna að gjöf. 

Sápan er gerð úr allskyns olíum allstaðar af úr heiminum, kókosolíu, pálmolíu, olívuolíu, avacado olíu, og tee tree olíu. Sápuna er hægt að nota í það sem manni dettur í hug; til þess að skúra, sturta sig, raka sig, burstaþvott og þar frameftir götunum. Ég prufaði að nota sápuna í burstaþvott og ég er rosalega ánægð með hana. Sápan fæst í allskyns stærðum en ég fékk mér stæðstu gerðina. Það er mjög mikill kostur að mínu mati að geta keypt hana í fleiri en einni stærð en þá mæli ég alveg með því að prufa þá minnstu fyrst en það er fullkomið að grípa eina svoleiðis með sér og sjá hvort manni líki við vöruna. Ef manni svo líkar við þá getur maður fengið vöruna í stórum umbúðum. Þegar maður er að farða sig og aðra mikið þá er mjög mikilvægt að þrífa burstana oft og mér finnst snilld að geta átt næga sápu í það. Það er einnig hægt að velja um allskyns ilmi. Ég hef líka prufað sápuna á sjálfa mig í sturtunni og ég mæli sterklega með henni í það líka vegna þess að hún þurkkar ekki húðina mína jafn mikið og þær sápur sem ég hef verið að nota. Fullkomið í íslenskan vetur. 

Sápan fæst í Gló fákafeni. Mæli með!