Á LEIÐINNI FRÁ H&M

25 Oct 2016

Ég á það til að vafra um á netinu tímunum saman í leit af hinu og þessu, í þetta skipti var ég að leita mér að púða sem mig langaði til að hafa í stól hérna heima. Ég datt inná H&M Home og fann þennan líka fína púða, svo ákvað ég auðvitað að kíkja snöggt yfir kvennafatnaðinn í leiðinni, sem endaði svo með fullri körfu.

 

Þetta eru flíkurnar sem ég endaði með að kaupa ásamt auðvitað púðanum.
Röndótta dragtin finnst mér æði og held ég að hún eigi eftir að smellpassa við skóna. 

Þá er bara að bíða og sjá svo hvernig þetta mátast.

En nýjast i fréttum af mér er að við Hörður erum að fara að fá okkur hvolp, og er ég mjög spennt og viðurkenni að hafa aldeilis misst mig í kaupum á hundadóti. Ég hlakka ótrúlega til að deila með ykkur myndum og segja ykkur betur frá honum.