Innblásturinn er Ítölsk hönnun í kringum 1960

27 Oct 2016

Ég kaupi mér reglulega Bo bedre blaðið, svona þegar ég fæ þá tilfiningu þegar ég skoða það á kaffihúsinu að það er hreinlega ekki nóg, ég þarf að fletta í gegn aftur og aftur... Þetta innlit birtist í tölublaðinu í ágúst hjá þeim og er ég búin að skoða það mjög oft. Ég elska litavalið hennar, hún er ekkert feimin við að mála veggi í litum sem ég er ánægð með, en allt mjög stílhreint, flott en stílinn persónulegur. Húsgögnin eru meira og minna hönnunarverk sem setja sinn glæsileika á rýmin.

Þetta finnst mér virkilega vel gert, ég fíla stemminguna við sófan, litina og bækurnar

Eigendurnir eru sænskir og íbúðin í Stokkhólmi sem kemur kannsi engum á óvart sem skoðar bloggið mitt. Enda leynist skandinavíska hönnunin víða einnig.

Gluggarnir, loftlistarnir.... draumur

Hún er að vinna með sama stíl og liti í svenherberginu eins og í stofunni

Borðstofan er ekki af verri endaum og þarna finnst mér Ítölsku áhrifin koma sterk inn.

© Jonas Interstedt/ House Of Pictures