HAUSTDAGAR Í MONTREAL

31 Oct 2016

Ég fór til Montreal í síðustu viku og bauð mömmu með. Ferðin var þó aðeins 2 nætur en við náðum samt sem áður að skoða og gera ýmislegt. 
Mig langar að deila með ykkur nokkrum fallegum haustmyndum úr þessari fallegu borg ásamt nokkrum tipsum. Myndirnar eru teknar á símann minn og nokkrar í gegnum snapchat. Þið getið fylgst með mér þar og á instagram undir kolavig.

Ég gerði svipaða færslu þegar ég fór til Toronto um daginn (sjá hér) sem vakti mikla lukku og hef ég því ákveðið að hafa þetta sem fastan lið þegar ég ferðast til nýrra borga og vill deila skemmtilegum tipsum með ykkur. 

 Dress: Peysa: Lindex // Buxur: Vila // Derhúfa: CalvinKlein // Skór: Puma // Jakki: Secondhand

 

Þessar myndir eru teknar í Mont Royal Park
Það er þó nokkuð stórt svæði sem tilheyrir garðinum en ég mæli með því að labba upp á hæðina þar sem þið fáið besta útsýnið yfir borgina.
Það er æðislegt að labba í kringum McGill háskólasvæðið sem er rétt hjá en arkitektúrinn heillaði mig verulega.
Efsta myndin í færslunni er til að mynda tekin fyrir utan háskólasjúkrahúsið. 
 

Þetta var mjög nauðsynleg verslunarpása. Þarna vorum við búnar að þramma um allt og komnar með nokkra poka í fangið. 
Það var einn starfsmaður í GAP sem mældi með þessum stað og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað. Þarna er hægt að fá gæða nachos og bjór sem bruggaður er á staðnum. 
Staðurinn heitir Les 3 Brasseurs en staðinn má finna víða um Montreal og meðal annars í Toronto.
 


Notre Dame kirkjan skartaði sýnu fegursta umvafin haustlitum. Við fórum inn í kirkjuna sem ég mæli með að gera. 
Algjört listaverk!

 

Dress: Peysa: French Connection // Buxur: Vila // Kápa: Selected // Skór: Dr. Martens // Húfa: CalvinKlein

Ég verslaði mér þrennt af því sem ég klæðist á þessari mynd. 
Peysuna fékk ég á 40% afsl. í French Connection. Það var svo kalt að ég endaði með að vera í henni allan tímann. 
Skórnir eru hinir sívinsælu Dr. Martens chelsea boots. Mig hefur alltaf langað í þá en aldrei týmt að kaupa þá hér heima. 
Þeir kosta töluvert minna í Kanada svo þessi kaup voru nokkuð réttlætanleg.
CalvinKlein húfuna keypti ég í Urban Outfitters en ég á derhúfu frá sama merki sem ég hef varla tekið af mér síðan ég keypti hana svo ég ákvað að skipta henni út fyrir húfu í vetur.

Ég get ekki sagt að ég sé búin að stúdera öll helstu mollin í borginni enda hef ég bara haldið mig á aðal verslunargötunni sem heitir Saint Catherine Street. Það dugði mér enda allar helstu búðir þar og nóg af litlum mollum. 
 

Við fórum á lítið sætt kaffihús í gamla bænum, Maison Christan Faure. Við borðuðum morgunmat að hætti frakka, Croissant og kaffi. 
Við keyptum að sjálfsögðu nokkrar makkarónur með í nesti enda langt flug framundan.
Ég mæli með að labba um gamla bæinn, þar er mjög mikið af flottum veitingastöðum og listagalleríum sem gaman er að skoða.

____________________________________________


Vonandi hjálpar þetta ykkur sem eruð á leiðinni til Montreal eða langar að kíkja til Kanada á næstunni.
Ég er yfir mig hrifin af Kanada eins og ég hef nefnt áður. Ég hef að vísu bara farið til  Montreal og Toronto og eru þessar tvær borgir mjög ólíkar en skemmtilegar á sinn hátt. 
Ég mæli allavega með þessum borgum ef þið eruð að leita eftir því að komast í borgarferð þar sem hægt er að skoða sig um, versla og fara út að borða á viðráðanlegu verði. 

Ég er strax komin með ToDo lista fyrir næsta Montreal stopp sem er um miðjan nóv og aldrei að vita nema ég deili fleiri tipsum með ykkur!


Takk fyrir að lesa,