NEW IN & FÖRÐUNAR TUTORIAL

01 Nov 2016

Mig langar til þess að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég fékk að gjöf frá Fotia fyrir skemmstu. 
Þær fá sér færslu því ég er svo ótrúlega ánægð með þær og vill deila þeim með ykkur kæru lesendur. 
__________________________________________________

Vörurnar sem um ræðir eru frá Morphe og Koko Lashes
Mig hefur lengi langað til þess að eignast bursta frá Morphe enda sér maður nær allar helstu förðunarskvísur nota þá. 
Burstarnir sem ég valdi mér eru úr Elite línunni og eru númer E3 og E27.
E27 er hinn fullkomni blöndunarbursti sem er algjört möst að eiga til þess að gera fallega skyggingu. E3 er svo aftur á móti bursti sem ég mun nota í allt mögulegt. Í skyggingu, púður undir augun, sólarpúður, kinnalit eða hvað sem er, hann er fullkominn multibursti!
 

Augnhárin frá Koko lashes eru guðdómlega falleg. Þau sem ég valdi eru nr. 501 (efri) og neðri heita Misha
Ég hef prufað bæði og þau koma sjúklega
 vel út. Auðvelt að setja þau á og límið helst vel á. 
Ef þið fylgist með Desi Perkins og Katy (Lusterlux) þá hafið þið kannski tekið eftir því að þær eru oft með augnhárin Queen B frá Koko Lashes.

________________________________________________________

Á myndunum hér fyrir neðan er ég með augnhárin Misha
Ég sýndi meðal annars þessa förðun á snapchat í dag kolavig ef þið hafið áhuga á að sjá. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mála mig þar svo ég var að stíga skref út fyrir þægindarammann í þem efnum. 
 Þar notaði ég einnig nýju Morphe burstana sem ég er svo yfir mig ánægð með. 

Takk fyrir að lesa,