Uppáhalds í augnablikinu

05 Nov 2016

Mig langaði til að segja ykkur frá 3 hlutum sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa stundina, bara svona uppá gamanið! 

Pandora armband 

Þetta Pandora armband fékk ég í jólagjöf í fyrra og hefur það lengi verið í uppáhaldi. Mér þykir ótúlega vænt um það í ljósi þess að kúlurnar á armbandinu má tengja við minningar sem ég hef eignast með vinum og fjölskyldu. Það sem er svo skemmtilegt við þetta armband er að það getur hver og einn sett saman sitt eigið. Það er úr svo mörgu að velja, mismunandi keðjur og kúlur.  Þar sem jólin eru á næsta leiti fannst mér tilvalið að deila þessu með ykkur sem hugmynd í jólapakkann. Mér finnst allavega ótrúlega gaman að fá nýjar kúlur í safnið. 

Pandora er í Kringlunni og Smáralind fyrir áhugasama. 

 

Guerlain ilmvatn 

Le Petite Robe Noire EDP Intense er nýjasti ilmurinn frá Guerlain. Ég fékk hann að gjöf og hann heillaði mig strax. Hann lyktar af bláberjum, rósum og sandalwood. Mér finnst hann ekki of sterkur og nota hann hversdagslega og því er þetta ilmvatn fullkomið fyrir þær sem fíla Mademoiselle frá CHANEL og svipaða ilmi. 
 Ilmvatnsglasið er mjög elegant, glasið er fallega blátt með mynd af kjól og fallegum detailum. 

Langaði til að segja ykkur einnig frá opnunargleði Guerlain sem er í Hagkaup í dag, 5. nóvember. Þið getið lesið meira um það HÉRNA. 


 

 

Mac varalitur og gloss

Liptensity varaliturinn er ný formúla frá MAC, það sem ég elska við hann er hvað hann er mjúkur og litsterkur. Þeir koma í mörgum litum, ég keypti mér litinn SMOKED ALMOND. Hann er brúnleitur og er ótrúlega fínn hversdags, einnig kippti ég með þessum varagloss í litnum SPICE. 
Fyrir neðan er mynd af mér með þessa tvennu á vörunum en það er auðvitað líka hægt að nota glossin og varalitinn í sitthvoru lagi. 

Fleira var það ekki að þessu sinni, ætli ég kynni ykkur svo ekki fyir nýjasta fjölskyldumeðliminum í næstu færslu.