NÓEL 1 árs

09 Nov 2016

Litla gullið mitt fagnaði eins árs afmæli núna í október. Við vorum enn stödd í Eyjum svo að við héldum lítið og krúttlegt boð á afmælisdeginum sjálfum. 

Þar sem við vorum ekki í húsnæði sem bauð upp á þetta teiti, þá var systir mín svo yndisleg að leyfa mér að hafa afmælið heima hjá sér. 

Ég fór ekkert fram úr mér hvað skreytingar varðar, eins og ég hélt að myndi gerast. Ég hafði keypt eitthvað skraut í Sostrene Grene, eins og veifur, bollakökubréf, kerti og allskonar kökuskraut. Annað föndraði ég sjálf. Ég vann með mintugrænan á móti hvítu og dökkgráu, fannst það koma ótrúlega fallega út. 

Afmælisbarnið sjálft var eitthvað voðalega lítið í sér á sjálfum deginum. Hann endaði með hita greyið og svaf eiginlega allt afmælið af sér. Ég náði þó nokkrum myndum af hr. krúttmundi. 
 

 

Sjá þessa brókuðu krúttsprengju xx


Insta-móment af mæðginum

Þið finnið mig á Instagram hér  -  Ykkur er velkomið að fylgja mér.