Top 10 Urban Decay vörurnar mínar + Gjafaleikur!

10 Nov 2016

Í tilefni af opnun Urban Decay þá langaði mig að gera lista yfir mínar top 10 vörur frá merkinu. Og að sjálfsögðu að gefa einum heppnum stórglæsilegan vinning.

Fyrir þá sem ekki vita þá var Urban Decay snyrtivörumerkið að opna í nýrri og endurbættri búð Hagkaupa í Smáralind. Hef ég átt margar vörur frá merkinu í gegnum tíðina og verið einstaklega ánægð með þær. Mér datt því í hug að telja upp mínar top 10 vörur frá merkinu í augnablikinu en þær eru ekki í neinni  sérstakri röð.

1. De Slick Makeup Setting spray 

Hef prufað bæði þetta og All Nighter sprayið sem er líka geggjað en þetta er í uppáhaldi þessa stundina. Þetta er oil control setting spray sem hjálpar til við að halda manni frá því að glansa í framan. 

2. De Slick Mattifying Púður 

Glært púður sem hægt er að nota til að setja hyljara, farða og til þess að matta sig yfir daginn.

3. Vice Varalitur - 714 

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikið fyrir rauða varaliti á sjálfri mér en þessi varalitur er bara eitthvað annað! Með flottari varalitum sem ég hef séð og algjör showstopper. Möst að prófa að setja hann á sig ef þið gerið ykkur ferð til þess að skoða hann, þar sem að ég fattaði ekki hversu geggjaður hann væri fyrr en ég prófaði hann á mér.

4. Eyeshadow Primer Potion - Original 

Þetta er bara klassíkst og eflaust margir sem eiga þessa vöru. Mjög góður augnskugga primer sem stendur alltaf fyrir sínu og gott að hafa í kittinu.

5. Naked Skin Ultra Definition Púður farði

Er búin að vera prófa þennan undanfarna daga og er mjög hrifin. Mjög mikil og góð þekja í þessu púðri enda púðurfarði sem um ræðir. Svampurinn sem fylgir með er einnig mjög gott að nota og til að ná fram þekju ef það er það sem maður er að leita af annars er hægt að nota bursta fyrir léttari áferð.

6. Naked Skin Color Correcting Fluid - Peach 

Þetta er möst have í minni dags daglegu rútínu og vara sem ég held að við hérna heima eigum eftir að uppgötva betur. Þetta er án gríns ALLTAF uppselt í Sephora því þetta er svo mikil snilld skal ég segja ykkur. Þetta er peach litaður color corrector sem ég nota undir augun áður en ég set hyljara til þess að fela bláma og þreytumerki. Ef þið eruð að díla við bláma eða baugu þá er þetta klárlega eitthvað sem þið ættuð að prófa.

7. Perversion Maskari 

Ótrúlega góður maskari sem þykkir og greiðir mjög vel úr augnhárunum. Hann er líka á mjög góðu verði sem er yes

8. Naked Skin One & Done Complexion Perfector - Medium

Er búin að vera prófa alla farðana frá merkinu og ég verð að segja að ég er mjög skotin í þessum. Naked Skin farðinn er alltaf klassískur og mjög góður farði en þessi er aftur á móti léttari og eitthvað sem ég fíla að vera með svona dagsdaglega þegar ég þarf ekki endilega mikla þekju og vil náttúrulegt lúkk. Hún Desi mín Perkins talaði svo fallega um þessa vöru í þessu myndbandi sem gerði mig mjög spennta fyrir vörunni, og hennar ráðleggingar varðandi vöruna brugðust mér ekki ferkar en fyrri daginn. 

9. Brow Tamer - Neutral Brown 

Mjög gott gel sem heldur brúnunum á sínum stað allan daginn.

10. Naked Skin Hyljari - Light Neutral

Veit ekki hvort það þurfi að segja eitthvað mikið um þennan hyljara, það virðast allir eiga hann eða hafað prófað hann enda er hann geggjaður. Möst try vara ef þú átt það eftir!

 

Það er Tax Free núna þessa helgi sem byrjar í dag, fimmtudaginn 10. nóv og endar á mánudaginn svo ef ykkur langar að prófa eitthvað af Urban vörunum þá er þetta klárlega tíminn til þess að splæsa einhverju á sig! 

En að gjafaleiknum. Ég ælta í samstarfi við Urban Decay að gefa einum heppnum stórglæsilegan vinning.

Það sem þú gætir unnið er..

YSL svart leður veski! 

B6 Vitamin Infused Complexion spray

2 Stakir augnskuggar 

2 Vice varalitir 

Allt að sjálfsögðu Urban Decay vörur

Varalitirnir og augnskuggarnir á myndinni eru í random litum til að sýna ykkur hvernig vörurnar líta út

Til þess að taka þátt þarf að 

Followa Urban Decay á snapchat sc: UDislandi

♦Skrá nafnið ykkar hér í kommenti fyrir neðan færsluna

 

Ekki mjög flókið svo endilega takið þátt! 

XX