Outfit á litla töffara

11 Nov 2016

Ég fór í smá leiðangur í Lindex og Next um daginn. Langaði að deila með ykkur fallegum flíkum sem komu með mér heim á strákana. 

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt.

Ég er mjög oft í veseni með að versla á strákana mína. Þeir eru eins og sjá má tvíburar og að mínu mati er  bara best að klæða þá eins. Fyrir utan það hvað mér finnst það alltaf jafn krúttlegt, enda er alveg einstakt að vera tvíburi. Svo eru þeir alltaf saman og á leið í sömu aðstæður og þá er bara auðveldara að klæða þá eins. En það er ekki alltaf hlaupið að því að kaupa eins föt þar sem það eru alls ekki allar verslanir með tvennt af öllu í hverri stærð og auðvitað þarf maður líka bara smá heppni að það sé þá enn til þegar maður mætir í búðina. En ég fann það sem ég var búin að vera að leita af frekar lengi en það voru bomber jakkar. Ég hafði hugsað þá sem svona fínni flík en þessir sem ég fékk eru einnig regnheldir og fóðraðir sem er stór plús. Next er með fullt af fallegum fötum og oftar en ekki fleiri en eitt eintak í hverri stærð. Mæli með því að tvíbura eða fjölbura foreldrar kíki þangað en þau eru einnig með góðan afslátt fyrir meðlimi tvíburafélagsins. 

 

Æji ég er bara aðeins of montin af þessum litlu gaurum mínum!

 

Derhúfur - Lindex 
Bomber jakkar - NEXT
Bolir - NEXT
Buxur - NEXT