TANGÓ

15 Nov 2016

Mig langaði til að kynna ykkur fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum honum Tangó! 

Tangó er hundur af tegundinni Cavapoo, sem er blanda af Cavalier king charles og Toy Puddle. Hann er eins og svo margir aðrir hvolpar, æstur og vitlaus, annars voða ljúfur. Mig hefur langað í hund síðan ég var lítil, og loksins rættist sá draumur. 
Tangó verður 11 vikna núna á sunnudaginn kemur og hef ég aldeilis verið dugleg á myndavélinni síðan hann kom á heimilið okkar.
Hann er bara svo of mikill krútti að ég þarf að mynda hann endalaust eins og nýbökuð móðir.
Hér fáið þið að sjá afraksturinn (eða þið vitið, þetta er lítið brot) 

 

 

 

 

 

 

 

Neiii hversu sætur???
Vonandi höfðuð þið jafn gaman af þesssum myndum eins og mér fannst að taka þær.