Jólaóskalistinn minn

19 Nov 2016

Þar sem það er aldeilis farið að styttast í jólin setti ég saman nokkra hluti af mörgum sem eru á mínum óskalista.
Þetta er meira svona sett saman uppá gamanið, er ekki að ætlast til að vinir og vandamenn setji saman í púkk og klári listann, nema þeir vilji. 

 

1. Gucci veski, mér þykir það bara of fallegt. Það sakar ekki að láta sig dreyma. 

2. Klukka frá Arne Jacobsen, hef ekki ennþá hengt upp neina klukku heima hjá mér þar sem ég hef verið að leita af hinni fullkomnu, ég held svei mér þá að hún sé fundin. 
3. Peysa frá Farmers Market, falleg og hlý í vetur. 
4. Jólakerti, ég elska kerti og hvað þá lyktina af jólailmunum sem eru í boði á þessum árstíma. 
5. Nike íþróttaskór, þessir eru nýir fá Nike og koma í nokkrum litum, afar fínir! 
6. Royal Copenhagen skál, þessi myndi smellpassa í safnið mitt.
7. Lush baðbombur, gott að skella sér í ilmandi glimmer-bað. 
8. Glamglow Dreamduo, þar sem ég er með mjög þurra húð, sérstaklega á veturna þá hentar þessi maski mér mjög vel. Þetta er serum og næturmaski saman í krukku. 
9. Náttsloppur frá Victorias Secret, fátt betra en að haugast öll jólin í mjúkum náttslopp.
10. Toppur frá Other Stories, svo fallegur í bakið.
11. Peysa frá Nike, ég er mjög mikið að fíla þennan krómlit sem er í nýju Nike línunni.