JÓLAFÖTIN & GJAFIRNAR

20 Nov 2016

Ég tók saman hvernig jólafötin verða í ár hjá mínum dreng sem verður 4 ára í febrúar. Ég reyni alltaf að finna eitthvað sem er flott, en þægilegt fyrir hann og að ég sjái fram á að nota fötin aftur. Einnig hef ég mikið verið að skoða hvað við eigum að gefa honum í jólagjöf og tók því saman nokkrar hugmyndir sem mögulega fleirri geta nýtt sér. Þessi færsla er ekki kostuð!


Skyrtan verður í ár eins og seinustu tvö ár frá ÍGLÓ&INDÍ. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með skyrturnar og nota þær mikið eftir jólin og verður líklega enginn breyting í ár. Hægt er að kaupa skyrtuna hérna. Buzur, ZARA. Skór, ZARA. Ég er yfirleitt alltaf heilluð af barna - haustvörunum hjá Zöru og þegar ég fór þangað um daginn hefðu margir hlutir geta farið með okkur heim.

Það er eitthvað við að vera í nýjum fínum nærfötum fyrir jólin og koma þau að þessu sinni frá Name It. Við fengum nærföt og náttföt að gjöf frá þeim fyrir mörgum vikum síðan og gef ég þeim mín bestu meðmæli eftir mikinn þvott og mikla notkun. Nærfötin fást hérna.

Ég hef aldrei verið jafn tímalega að spá í jólagjöfum eins og núna en það er vegna þess að hér sit ég og bíð eftir sonur minn ákveði að koma í heiminn. Þannig það verður lítið jólagjafastúss í desember. Ég tók saman nokkra hluti sem frumburðurinn væri til í að fá í jólagjöf. En á þessum lista gæti samt sem áður verið tveir til þrír playmobil kassar einnig.

1. Lego kassi, Epal. 2. Tulipop taska, Tulipop.is. Þessi væri flott fyrir allar sundferðirnar. 3. Ullarföt frá ZO-ON, zoon.is. Ég er búin að þurfa endurnýja öll útiföt hjá drengnum í haust, börnin stækka hratt, ný ullarföt væru því vel þegin. 4. Hvolpasveita heyrnatól, Toyrus. Það komast sennilega fáir foreldrar eða jólasveinar hjá því að hafa hvolpasveitina meðferðis um jólin.  5. Veggspjald eftir Mrs Mighetto, petit.is. Þetta er það eina á listanum sem mömmunni langar sennilega meira í heldur en barninu. 6. Hann hefur beðið lengi eftir þessum rúmfötum frá SNURK og mun óskin rætast um jólin, Poley.is. 7. Mér finnst nauðsynlegt að börn fái eina bók um jólin til að lesa, okkur lýst mjög vel á hann Rúnar góða.

En svo við endum þetta á væmnu nótunum er besta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar um jólin er tími með þeim, sem við eigum ekkert alltaf nóg af. En það er líka ótrúlega gaman að gefa þeim gjöf sem þeim langar mjög mikið í og hefur langað lengi í.