HEIMILI SEM SEGIR VÁ

21 Nov 2016

Það er margt sem heillar í þessari íbúð. Litir, innréttingar, gólf, ljós og húsgögn. Þetta er enn ein sænska snilldin, þeir eiga það til að vera alveg með þetta eins og maður segir. Þessi íbúð er 52 fermetra staðsett í Stokkhólmi og kostar ca. 55 milljónir íslenskra króna.


Ég bloggaði fyrir löngu síðan um þenna fallega blómavasa sem heitir DAGG hérna, hann er greinilega mikið trend á Norðurlöndnum og leynist víða. Hann er enn á óskalistanum mínum.
Vel valin og falleg húsgöng, í velvet efni og sófaborði hannað af Isamu Noguchi. Ljósið AIM er öðruvísi og töff. Það fæst í Lúmex. Mér finnst hliðarborðið hrikalega flott! Mikill 60´fílingur yfir þessu stofuhorni. Þarna má líka sjá loftið málað í dekkri og öðruvísi lit, við þurfum ekkert að ræða loftlistana, þeir sinna alltaf sínu.
Ég er mjög skotin í velvet púðum og langar mikið í. Púðarnir Fuss Royal, eru mjög fallegir og fást í Snúrunni hérna.
Svört innrétting, marmari, svört blöndunartæki... Þetta mætti vera efnisvalið í mínu eldhúsi.

MYNDIR: SVENSKFAST