GOTT GJAFALEIKUR

22 Nov 2016

Þið kannist eflaust mörg við bækurnar Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur og Sigurðar Gíslasonar og veitingastaðinn þeirra Gott. Þau hafa nú bætt við bók, en í henni hleypa þau okkur inní eldhúsið á vinsæla veitingastaðnum þeirra GOTT í Vestmannaeyjum. Bókin er full af girnilegum uppskriftum en hana prýða líka sérstaklega fallegar myndir ásamt því að þau segja sögu í gegnum bókina hvaða hugmyndir liggja á bakvið staðinn, en þetta er ekta fjölskyldu-veitingahús, þar sem allir eru velkomnir og maturinn gæti ekki verið betri.

Hugmyndafræðin er að maturinn á að vera næringaríkur og góður á bragðið. Þau vilja að fólk sem kemur til þeirra að borða fái góða upplifun og úrvals mat. Stemmingin á GOTT er notaleg, þjónustan góð og síðar en ekki síst maturinn.. mmm! 


Þessi vefja er djúsí, góð, næringarík & holl. Mæli með henni!


Uppskriftir af allskonar fisk má finna í bókinni sem er hver öðrum girnilegri. Ef þú pantar þér fisk á GOTT, þá getur þú bókað það að verða ekki fyrir vonbrigðum, ferskasti biti dagsins og eldaður á einstakan hátt


Sósurnar þeirra, dressingarnar, pestóin... við erum öll betur sett í eldhúsinu með uppskriftir af þeim.

Í samstarfi við GOTT ætla ég að gefa eina bók og gjafabréf fyrir tvo út að borða á veitingastaðin þeirra.
Það sem þú þarft að gera til að vera með er að KVITTA undir þessa færslu og svo máttu endilega deila gleðinni, ef þú vilt.