VETRARSKÓR

23 Nov 2016

Mig langaði til að deila með ykkur nýjustu skókaupunum mínum!

 

Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör Dr. Martens fíkill, mér finnst þeir alltaf vera að koma með flottara og meira úrval af skóm. 
Ég keypti mér þessa skó um daginn og hef notað þá óspart síðan, þeir eru úr mjúku leðri, mjög þægilegir og henta vel í vetur. Ég tók þá í brúna litnum en mér finnst mjög líklegt að ég endi á að kaupa líka svarta, stundum getur maður bara ekki valið á milli.
Við skelltum okkur í göngu með Tangó og hann heimtaði myndir. 

 

 

 

Húfa - Monki
Hettupeysa - Topman
Leðurjakki - Gamall 
Buxur - Zara
Skór - Dr. Martens 

Ef þið viljið skoða skónna nánar er linkur HÉR.