SPURT & SVARAÐ

24 Nov 2016

Ég hef fengið margar spurningar í gegnum instagram þegar ég hef verið að birta myndir að heiman og ætla svara þeim sem ég fæ reglulega hérna.


Nýja fallega ljósið mitt er frá Lýsing&hönnun, hægt er að skoða heimasíðu þeirra hérna. Stólarnir eru frá NORR11. Borðið var keypt fyrir nokkrum árum í Pier, nýlega tókum við/kæró það í gegn, pússuðum það upp, lökkuðum og máluðum. Þetta tókst ótrúlega vel og mæli ég svo sannarlega með að nýta falleg húsgögn sem virka vel.


Algengasta spurningin sem ég fæ er um gráa litinn á veggnum í stofunni hjá mér og í svefnherberginu. Liturinn er frá Flugger og er nr. 594, þegar ég keypti litinn hét hann designers grey, en ég veit að litirnir eru með Íslensk heiti nú orðið.Ég er með alla veggina í svefnherberginu málaða í gráa litnum. Rósettuna keypti ég í Bauhaus.


Svarti liturinn á veggnum er máling frá Jotun, Húsasmiðjunni og er með 5% gljáa.


Þetta fallega tjald er frá danska merkinu By Nord og er til hérna.

Ef það eru fleirri spurningar þá megið þið senda mér línu.