Íslenskar húðvörur frá Taramar - GJAFALEIKUR

25 Nov 2016

Ég má til með að segja ykkur frá vörum sem ég hef verið að prufa núna í nokkra mánuði og er kolfallin fyrir. Það skemmir ekki að þær eru íslenskar og innihalda engin óæskileg efni. Einnig langar mig til að gleðja tvo heppna lesendur Femme með fallegum pökkum frá Taramar. 

Færlsan er unnin í samstarfi við Taramar. 

Ég hef aðeins komið inn á vörurnar á snapchat og þið sem fylgið mér þar eruð eflaust búin að heyra smá um þær. Ég fékk vörurnar gefins til þess að prufa og satt að segja er langt síðan ég hef verið jafn spennt fyrir að prufa húðvörur. Ég hitti starfsmenn Taramar sem gáfu mér svo frábæra innsýn í það hvernig hugsun er á bakvið vörurnar en núna hafa þær verið í þróun í 10 ár og hefur verið sett mikla rannsóknar vinnu í það ferli. Vörurnar eru það hreinar að þú mátt borða þær. Í mikið af snyrtivörum eru mikið af óæskilegum efnum sem við berum á okkur og mörg af þessum efnum berast út í blóðrásina okkar sem að mínu mati er mjög neikvætt. Taramar vörurnar innihalda færri innihaldsefni en flestar vörur sem við þekkjum og vinna innihaldsefni varanna saman og gera húðinni okkar gott.  

Mig langar til að gleðja tvo heppna lesendur okkar á FEMME. 
Til þess að taka þátt í leiknum þarft þú að setja like á Taramar á Facebook. 
Deila færslunni á veginn þinn. 

Í fyrsta lagi er það þessi fallega gjafa askja sem inniheldur 10ml flöskur af öllum fáanlegum vörum frá Taramar. Þessi askja er fullkomin í jólapakkann eða til að dekra við sjálfan sig. 


Í öðru lagi er það gjafasett sem inniheldur 30ml af Day Treatment og 10ml af Serumi. 

 


Nokkrar staðreyndir um Taramar:
Lífvirkar, afburða hreinar og öruggar húðvörur sem byggja á lífvirkum efnum úr þörungum og læknajurtum.
Innihalda engin skaðleg efni og engin hefðbundin rotvarnarefni
Stuðla að auknu heilbrigði húðar og draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar. Minnka fínar línur og hrukkur, þétta og styrkja húðina
 Í svörtum glerflöskum, til að vernda og viðhalda lífvirkni í vörunum
 Handgerðar frá grunni úr hágæða þörungum og jurtum úr íslenskri náttúru
Made in Iceland - með íslensku vatni 

Taramar bjóða eins og er upp á fjórar hágæða vörur og mig langar að segja smá frá hverri og einni. 

DAY TREATMENT

Andoxandi lífvirkt dagkrem sem endurvekur húðina og gefur henni heilbrigðari blæ. Kremið gefur létta áferð og gengur fljótt inn í húðina, hentar mjög vel undir farða. Það sem gerir kremið sérstakt er að í því eru ferjur sem koma hinum virku efnum í dýpri lög húðarinnar. 

 

 

PURIFYING TREATMENT

Einstaklega nærandi og mjúk blanda úr hágæða kaldpressuðum olíum þörungum. Blandan er andoxandi og hefur tvenns konar virkni, annars vegar að hreinsa húðina og hins vegar að þétta hana. Hentar öllum húðtegundum, sér í lagi viðkvæmri húð. Hentar vel til að hreinsa augnfarða. 

 

THE SERUM

Ákaflega lífvirkt serum sem byggir á andoxandi eiginleikum þörunga og peptíðum sem styrkja collagen þræði húðarinnar. Serumið dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið myndar filmu á húðinni sem tryggir viðvarandi virkni. Filman getur gefið tilfinningu um að húðin strekkist. 

 

NIGHT TREATMENT

Night Treatment er hannað með það að markmiði að endyrbyggja, slétta, mýkja og styrkja húðina á meðan þú sefur. Kremið inniheldur peptíð og lífvirk efni úr þörungum sem draga úr fínum línum og hrukkum og gefa öfluga vörn gegn oxun og öldrun húðarinnar. Peptíðin eru tvö, með sérstaka eiginleika til að efla collagen búskap húðarinnar, þétta hana og gera hana frískari. Hefur mjúka áferð og gegnur vel inn í húðina. 

 

Ég er rosalega ánægð með vörurnar allar og þær eru komnar til að vera í minni húðrútínu. Það besta finnst mér er að vita að ég er ekki að gera húðinni minni neitt slæmt með vörunum og ég treysti innihaldi þeirra. Það er orðin rosaleg vitunarvakning hvað þessi mál varða og ef þið eruð að hugsa um að skipta ykkar vörum út fyrir hreinni vörur þá mæli ég hiklaust með Taramar. Svo eru umbúðirnar svo vandaðar og fallegar, ég held mikið upp á vörurnar svo þær fá að standa uppi á hillu í snyrti aðstöðunni minni.